Innlent

Lítið skyggni á jöklinum og þungt færi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á sjötta tug manna taka þátt í aðgerðinni á þremur snjóbílum og 15 jeppum.
Á sjötta tug manna taka þátt í aðgerðinni á þremur snjóbílum og 15 jeppum. Mynd/Björgunarfélag Hornafjarðar
Að minnsta kosti tveir tímar eru í að björgunarsveitir af Austurlandi nái til gönguskíðamanna sem eru í vanda á Vatnajökli. Mennirnir eru finnskir og eru staddir um 35 kílómetra inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls.

„Þetta gengur hægt. Það er lítið skyggni á jökli og færið er þungt,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði.

Þó er vind tekið að lægja á jöklinum svo aðstæður eru að skána en þær geta þó breyst hratt. Jóhann segir að það geti því vel verið að meira en tveir tímar séu í að björgunarmenn komi til mannanna.

Björgunarsveitir af öllu Austurlandi, frá Höfn að Vopnafirði, voru kallaðar út í morgun og lögðu af stað á tíunda tímanum. Á sjötta tug manna taka þátt í aðgerðinni á þremur snjóbílum og 15 jeppum.

 

Mennirnir neituðu að fylgja  björgunarmönnum til byggða fyrr í vikunni, þegar þeir sóttu félaga þeirra fárveikan á jökulinn, þótt björgunarmenn hefðu sýnt þeim fram á illviðri í kortunum framundan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×