Innlent

Línulegt áhorf stendur í stað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Heildaráhorf á íslenskar sjónvarpsstöðvar minnkaði úr 120 mínútum á dag að meðaltali og í 110 mínútur sé miðað við desembermánuði 2015 og 2016.
Heildaráhorf á íslenskar sjónvarpsstöðvar minnkaði úr 120 mínútum á dag að meðaltali og í 110 mínútur sé miðað við desembermánuði 2015 og 2016. Vísir/Getty
Hlutfall línulegs áhorfs á íslenskar sjónvarpsstöðvar stendur í stað á milli áranna 2015 og 2016 og mælist 86,7 prósent alls áhorfs á dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva.

Hliðrað áhorf, sem fram fer innan sólarhrings frá útsendingu, eykst úr 8,7 prósentum í 9,3 prósent og hliðrað áhorf, sem fer fram eftir sýningardag, mælist fjögur prósent.

Línulegt áhorf mældist 95,6 prósent alls áhorfs árið 2012. Mest mælist línulegt áhorf á Sjónvarp Símans, 88,3 prósent. Línulegt áhorf á RÚV og Stöð 2 mælist 81,2 prósent.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun og birt var í vikunni.

Heildaráhorf á íslenskar sjónvarpsstöðvar minnkaði úr 120 mínútum á dag að meðaltali og í 110 mínútur sé miðað við desembermánuði 2015 og 2016. Árið 2012 var meðaláhorf 140 mínútur á dag.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×