Lífið

Lindy ávarpar Íslendinga á YouTube

Jakob Bjarnar skrifar
Fréttir af kvikmyndagerð hans hafa vakið mikil viðbrögð en hann hefur birt, á YouTube, ferðaþætti sem snúast um að komast yfir stúlkur.
Fréttir af kvikmyndagerð hans hafa vakið mikil viðbrögð en hann hefur birt, á YouTube, ferðaþætti sem snúast um að komast yfir stúlkur.
Hinn afar umdeildi Andrew Lindy ávarpar Íslendinga á YouTube. Þar segir hann að sannleikurinn sé sagna bestur þó erfitt geti reynst að horfast í augu við hann.

Fréttir af kvikmyndagerð hans hafa vakið mikil viðbrögð en hann hefur birt, á YouTube, ferðaþætti sem snúast um að komast yfir stúlkur, meðal annars á Íslandi.

Lindy staðhæfir að það sem fram komi í þessum þáttum sé sannleikanum samkvæmt, raunveruleikinn og samband hans við þær stúlkur sem fram koma í þáttunum sé raunverulegt. Hann segist elska þær stúlkur sem fram koma í þáttunum og hann haft náin kynni af. En, auðvitað sé erfitt fyrir lítið samfélag sem Ísland er að horfast í augu við það.

Þetta og meira til kemur fram í meðfylgjandi nýju myndbandi þar sem hann ávarpar Íslendinga á YouTube.

Þetta stangast algerlega á við framburð sem fram hefur komið; að Andrew Lindy hafi narrað stúlkur til þátttöku á fölskum forsendum. Og allt sé þetta meira og minna klippt og úr samhengi. Undanfarinn sólarhringur hefur verið Margréti Ástu leikkonu erfiður. Heimur hennar umturnaðist þegar kanadíski þáttagerðarmaðurinn Andrew Lindy setti myndband af henni naktri á netið.

Margrét segist varla hafa getað farið út fyrir hússins dyr síðan vinkona hennar vakti hana í gærmorgun með þeim skilaboðum að myndbandið af henni væri komið á Youtube.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×