Fótbolti

Líbía hættir við að halda Afríkukeppnina

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þessi stuðningsmaður Nígeríu eltir landslið sitt ekki til Líbíiu 2017.
Þessi stuðningsmaður Nígeríu eltir landslið sitt ekki til Líbíiu 2017. vísir/getty
Afríkukeppnin landsliða í fótbolta 2017 verður ekki haldin í Líbíu eins og til stóð. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Líbía hættir við að halda keppnina vegna ástandsins í landinu.

Líbía átti upphaflega að halda keppnina 2013 en hætt var við það árið 2011 og keppnin í staðin haldin í Suður-Afríku. Nú þremur árum síðar þarf þjóðin aftur að hætta við þar sem ekki þykir öruggt að halda keppni sem þessa í landinu.

Suður-Afríka átti upphaflega að halda keppnina 2017 en skipti við Líbíu. Knattspyrnusamband Afríku á eftir að finna út úr því hvaða þjóð mun fylla í skarðið fyrir Líbíu í þetta skiptið.

Opið er fyrir umsóknir Afríkuríkja að sækja um að halda keppnina til 30. september 2014 sagði í tilkynningu frá knattspyrnusambandi Afríku. Ákvörðunin verður þó ekki tilkynnt fyrr en á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×