Innlent

Leyfðu fólki að prófa ólukkuhjól pyntinga

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ungliðahreyfing Amnesty bauð á fimmtudag upp á pyntingar í Reykjavík.
Ungliðahreyfing Amnesty bauð á fimmtudag upp á pyntingar í Reykjavík. Fréttablaðið/Andri Marinó
„Í fyrra fannst lukkuhjól í filippínsku fangelsi sem átti að auðvelda fangavörðum að velja pyntingaraðferðir,“ segir Anna Lilja Ægisdóttir, formaður ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International. „Við erum með svipað hjól.“

Fyrir helgi var alþjóðlegur baráttudagur gegn pyntingum og stóðu Amnesty international og ungliðahreyfingin fyrir pyntingaaðgerð á Austurvelli til að minna Íslendinga á alþjóðlega baráttu gegn pyntingum. Um helgina voru svo fulltrúar hreyfinganna í Kringlunni til að vekja athygli á málefninu.

Anna segir allra grófustu pyntingarnar þó ekki hafa staðið til boða á hjólinu. Fólki hafi engu að síður boðist að prófa á eigin skinni vatnspyntingar og það sem kallað er stress position.

Anna Lilja Ægisdóttir
Áherslan að þessu sinni var á pyntingar á Filippseyjum, en ungliðahreyfing Amnesty International safnaði undirskriftum vegna máls Dave Enriquez, þroskaskerts drengs, frá Filippseyjum sem sætti pyntingum eftir að hafa verið ásakaður um að stela tveimur hönum.

„Dave og fjölskylda hans kærðu málið en enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar vegna þess. Þetta er langt frá því að vera eina tilfellið í Filippseyjum þannig að við vildum vekja sérstaka athygli á þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×