Lífið

Lemon og Kaleo í París: Stefnt að opnun fleiri staða í Frakklandi og Belgíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin ásamt Evu.
Sveitin ásamt Evu.
Hljómsveitin Kaleo er að sigra heiminn og sl. helgi spiluðu þeir á uppseldum tónleikum í París í hinum þekkta Le Trianon tónleikasal.

Le Trianon er í 18. hverfi rétt við Montmartre og tekur 1400 manns og komust færri að en vildu á tónleikunum.

Lemon er eini íslenski veitingastaðurinn í París og sameinuðust íslenskir kraftar um helgina því Eva Gunnarsdóttir og starfsfólk hennar á djús-og samlokustaðnum voru bakvsiðs í Le Trianon að djúsa ferska djúsa handa hljómsveitinni og starfsfólki hennar.

Eva er sérleyfishafi Lemon í Frakklandi og hefur staðurinn gengið vonum framar frá því hann opnaði 8. mars 2016.

Eva stefnir að því að opna annan stað í París á árinu og horfir einnig til Belgíu eftir fjölda fyrirspurna þaðan. 

Á meðfylgjandi mynd er Eva Gunnarsdóttir með Kaleo í góðum gír baksviðs í París. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×