Innlent

Leikskólar í Reykjavík loka á hádegi 19. júní

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikskólabörn í Reykjavík halda heim á leið í tilefni dagsins þann 19. júní.
Leikskólabörn í Reykjavík halda heim á leið í tilefni dagsins þann 19. júní. Vísir/Daníel
Þann 19. júní næstkomandi fagna landsmenn því að samþykkt var árið 1915 að konur fengju kosningarétt. Af því tilefni hefur Reykjavíkurborg ákveðið að veita starfsfólki frí frá hádegi til að geta fagnað áfanganum. Fríið nær til alls starfsfólk borgarinnar.

Þar með er ljóst að starf á leikskólum, félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og frístundaklúbbum fellur niður frá klukkan tólf á hádegi þennan dag. Jafnframt fellur dvalargjald í frístundaheimilum og frístundaklúbbum niður.



Landsmenn allir fá venju samkvæmt frí á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem ber upp á miðvikudag í þetta skiptið. 19. júní er svo föstudagur. Því skapast kjörið tækifæri fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar að taka einn og hálfan sumarfrísdag á fimmtudegi og föstudegi og búa sér þannig til sjaldséð fimm daga helgarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×