Íslenski boltinn

Leiknum frestað í Grafarvogi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Uppfært 15.31: Það hefur nú verið staðfest að búið er að fresta leik Fjölnis og Stjörnunnar. Nýr leiktími hefur verið óákveðinn.

Upphafleg frétt:

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að til greina komi að fresta leik Fjölnis og Stjörnunnar klukkan 16.00 vegna veðurs.

Áætlað er að heil umferð fari fram í Pepsi-deild karla síðdegis en slæmt veður er á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir leikir fara fram.

„Þetta er í skoðun. Flestir leikir eru að fara af stað en við erum nú í sambandi við dómarana í Grafarvogi,“ sagði Birkir í samtali við Vísi.

„Það verður tekin ákvörðun fljótlega en við erum nú að meta aðstæður. Ef leiknum verður frestað verður það tilkynnt á heimasíðu KSÍ.“

Uppfært 16.00: Áætlað er að leikur Fjölnis og Stjörnunnar fari fram á þriðjudag klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×