Íslenski boltinn

Leiknismenn geta komist upp í Pepsi-deildina í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Leiknir úr Reykjavík getur skrifað nýjan kafla í sögu félagsins í Ólafsvíkinni í kvöld en með sigri á heimamönnum í Víkingi tryggja Leiknismenn sér sæti í Pepsi-deildinni 2015.

Leiknir hefur aldrei áður spilað í efstu deild en fyrir þetta tímabil var besti árangur liðsins 3. sætið í b-deildinni árið 2010.

Vinni Leiknismenn Víking í kvöld ná þeir tólf stiga forskoti á Víkinga sem sitja í 3. sæti 1. deildarinnar.

Jafntefli fer einnig langt með að tryggja sætið en þó ekki alveg. Þá myndi áfram muna níu stigum á liðunum þegar níu stig væru eftir í pottinum en Leiknir er með miklu betri markatölu (+16 á móti +3).

Leiknismenn eru með 40 stig í efsta sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, Skagamenn hafa 36 stig í 2. sæti og Víkingar eru síðan með 31 stig. Það er hægt að sjá stöðuna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×