Lífið

Leikkonan Rosemary Murphy látin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Rosemary Murphy er látin, 89 ára að aldri. Rosemary lést á laugardag á heimili sínu í New York en hún var nýlega greind með krabbamein í vélinda.

Rosemary er hvað þekktust fyrir að leika Miss Maudie í kvikmyndinni To Kill a Mockingbird frá árinu 1962. Þá hlaut hún Emmy-verðlaunin fyrir að leika móður Franklin Delano Rossevelt í míníseríunni Eleanor and Franklin árið 1976. Leikkonan fékk einnig tilnefningu til Emmy-verðlaunanna fyrir sama hlutverk í sjónvarpsmyndinni Eleanor and Frankling: The White House Years.

Eftir andlát Rosemary er leikarinn Robert Duvall talinn vera eini leikarinn úr To Kill a Mockingbird sem er enn á lífi.

Rosemary hlaut einnig nokkrar tilnefningar til Tony-verðlauna, allar fyrir bestan leik í aðalhlutverki, fyrir meðal annars frammistöðu í verkunum Period of Adjustment eftir Tennessee Williams og A Delicate Balance eftir Edward Albee.

Þá lék Rosemary í fjölmörgum kvikmyndum á ferlinum, þar á meðal The Young Doctors, Ben, Julia og Mighty Aphrodite.

Leikkonan gifti sig aldrei. Minningarathöfn um hana verður haldin á Manhattan í New York í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×