Innlent

Leigusalar mega fara fram á persónuupplýsingar

Samúel Karl Ólason skrifar
Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ljóst sé að í flestum tilvikum sé beiðni leigusala lögð fram í eignarvörslutilgangi.
Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ljóst sé að í flestum tilvikum sé beiðni leigusala lögð fram í eignarvörslutilgangi. Vísir/Vilhelm
Samtök leigjenda sendu óskuðu í sumar eftir áliti Persónuverndar á heimildum leigusala til að fara fram á viðkvæmar persónuupplýsingar umsækjenda. Þar með talið upplýsingar um staðfestingu á atvinnu, launaseðla að minnsta kosti síðustu þriggja mánaða, sakavottorð, hjúskapastöðu og fleira. Samtökin óskuðu einnig eftir því hvort um væri að ræða brot á persónuverndarlögum og hvaða úrræði stæðu leigjendum til boða.

Persónuvernd segir beiðni leigusala um upplýsingar um leigutaka vera samkvæmt lögum.

Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ljóst sé að í flestum tilvikum sé beiðni leigusala lögð fram í eignarvörslutilgangi. Til að koma í veg fyrir að hann verði fyrir tjóni, en leigusölum eru tryggð ákveðin réttindi í lögum varðandi slíkt.

„Honum ber hins vegar að leggja mat á, áður en óskað er eftir viðkvæmum persónuupplýsingum, hvaða upplýsingar séu honum nauðsynlegar til að hann geti lagt mat á áreiðanleika leigutaka. Í slíkum tilvikum mætti ímynda sér að leigusala væri í ákveðnum tilvikum heimilt að óska eftir umsögn fyrrverandi leigusala sem einstaklingur var áður leigutaki hjá.

Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti hann síðan tekið ákvörðun um hvort nauðsynlegt sé að óska frekari upplýsinga, t.a.m. með framlagningu sakavottorðs eða staðfestingu atvinnuveitanda, staðfestingu launa eða frekari umsagna.“

Þó það sé heimilt samkvæmt lögum að biðja um persónuupplýsingar, verður leigusali að ganga úr skugga um að öll vinnsla upplýsinganna fullnægi kröfum og lögum. Meðal annars um meðalhóf og sanngirni. Því viðkvæmari sem upplýsingar eru því meiri kröfur verður að gera um meðalhóf og sanngirni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×