Lífið

Leigði íbúð og einbýlishús vegna blæðinga eiginkonunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn þvertók fyrir að hafa framleigt íbúðina svart og sagðist þurfa á íbúðinni að halda af og til til að komast í ró og næði til að stunda íhugun.
Maðurinn þvertók fyrir að hafa framleigt íbúðina svart og sagðist þurfa á íbúðinni að halda af og til til að komast í ró og næði til að stunda íhugun. Vísir/Getty
Karlmaður sem var skráður sem leigjandi að bæði íbúð og einbýlishúsi í Svíþjóð lá nýverið undir grun um að hafa framleigt íbúðina út svart. Þegar leigusalinn vildi segja upp samningnum á íbúðinni sagðist maðurinn þurfa íbúðina – fyrir þær stundir þar sem kona hans væri á blæðingum.

Í frétt Hem & Hyra kemur fram að þegar hinn 38 ára karlmaður og fjölskylda hans fluttu úr íbúð í einbýlishús í Gautaborg hafi hann ekki sagt upp leigunni heldur haldið áfram að leigja íbúðina. Ári síðar vildi leigusalinn segja upp samningnum þar sem hann grunaði manninn um að framleigja öðru fólki íbúðina svart.

Maðurinn þvertók fyrir það og sagðist þurfa á íbúðinni að halda af og til til að komast í ró og næði til að stunda íhugun. Hann væri mjög andlega þenkjandi maður. Þar að auki þyrfti hann íbúðina vegna þeirra daga mánaðarins þegar kona hans væri á blæðingum. Hún væri þá „óhrein“ samkvæmt kristinni trú.

Sérstök nefnd fór yfir málið og úrskurðaði að maðurinn yrði að flytja úr íbúðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×