Innlent

Leggjast gegn skattaafslætti til trúfélaga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómkirkjan í Reykjavík
Dómkirkjan í Reykjavík
Viðskiptaráð Íslands leggst gegn áformum um að þjóðkirkjusöfnuðum og skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum verði endurgreiddur allur virðisaukaskattur vegna endurbyggingu og viðhalds kirkna eða samkomuhúsa. Þessi tillaga kemur fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.

Í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið kemur fram að það gangi gegn tillögum Viðskiptaráðs um endurbætur á fyrirkomulagi neysluskatta hérlendis og er skref aftur á bak í þeim efnum að einfalda skattkerfið og auka skilvirkni þess. Því leggst ráðið gegn því að það nái fram að ganga.

Viðskiptaráð segist almennt mótfallið undanþágum frá greiðslu virðisaukaskatts. Íslenska virðisaukaskattkerfið sé óskilvirkt og innheimtuhlutfall hérlendis vel undir meðaltali OECD ríkja.

„Það orsakast af miklu umfangi undanþága og því að margir veigamiklir vöru og þjónustuflokkar falla undir lægra skattþrep, sem veldur því að hið almenna þrep skattsins hækkar,“ segir í umsögninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×