Innlent

Leggja til að nám lögreglumanna verði á háskólastigi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá útskrift Lögregluskóla ríkisins.
Frá útskrift Lögregluskóla ríkisins.
Starfshópur sem skipaður var í vor til að endurskoða skipulag og starfsemi Lögregluskóla ríkisins hefur nú skilað tillögum sínum til innanríkisráðuneytisins.

Hópurinn leggur til að nám lögreglumanna verði þriggja ára nám á háskólastigi sem ljúki með bakkalárgráðu. Tvö fyrstu árin verða bóklegt nám og þriðja árið starfsnám.

Hópurinn leggur einnig til að Lögregluskóli ríkisins verði framvegis sjálfstæð eining sem heyri undir embætti ríkislögreglustjóra. Samið verði við skólastofnun um kennslu grunnnáms og stingur starfshópurinn upp á að samið verði við Háskólann á Akureyri og Keili.  

Skila má inn athugasemdum við tillögurnar til 8. desember og má nálgast þær í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×