Innlent

Langt komin mál sem þarf að klára

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigurður Ingi Jóhansson, forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhansson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur
Fjöldi þingmála sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar er ekki hár. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að ekki sé búið að ákveða hvenær kosningar verða haldnar en október hafi verið nefndur.

Af 75 málum séu tuttugu eða þrjátíu sem séu langt komin.

Sigurður Ingi var í Helgarútgáfunni á RÚV í morgun og sagði þetta ekki vera mörg mál. Í raun og veru væru þetta ekki fleiri máli en svo að hægt væri að ljúka á venjulegu þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×