Lífið

Langar að verða slökkviliðsmaður

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Jónatan Þröstur á heima í Vestmannaeyjum og spilar bæði fótbolta og handbolta með ÍBV.
Jónatan Þröstur á heima í Vestmannaeyjum og spilar bæði fótbolta og handbolta með ÍBV. Vísir/Eyþór Árnason


Jónatan Þröstur er níu ára. Hann er á rölti heim af fótboltaæfingu þegar blaðamaður hittir hann í Eyjum. Hann er í sjötta flokki og býst við að byrja bráðum í þeim fimmta. Svo æfir hann líka fleira en fótbolta.

„Ég æfi handbolta líka og finnst hann skemmtilegri.“

En hvert er eftirlætisfagið þitt í skólanum? Mér finnst reikningur skemmtilegastur, sérstaklega samlagningin, hún er betri en mínusinn.

Finnst þér gaman að lesa?  Allt í lagi en ekkert sérstaklega. Ég er ekkert hrifinn af bókum.

Bráðum kemur páskafrí í skólanum, hvað ætlar þú að gera þá?  Ég ætla til Svíþjóðar til mömmu minnar, hún á heima þar.



Hefur þú einhvern tíma farið á sjó? Já, ég hef farið á tuðru. Þá var siglt út úr höfninni og vestur með Heimakletti.  Svo hef ég líka farið á sjóstöng, þá var ég um borð í trillu. Það var skemmtilegt.

Ætlar þú að verða sjómaður? Kannski. Mig langar líka að verða slökkviliðsmaður en það er ekki hægt þegar maður er sjómaður því þá er maður svo lítið í landi.



Hefur þú verið á Þjóðhátíð inni í Herjólfsdal? Já, já, það var rosa gaman.

Hvert er uppáhalds Eyjalagið þitt? Eyja, meyja og peyja, lof mér að segja?…

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×