Lífið

Langar að eiga kanínu en á tvö fiðrildi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gauti hefur gaman af allskonar bralli. Hér er hann að gera vísindatilraunir.
Gauti hefur gaman af allskonar bralli. Hér er hann að gera vísindatilraunir. Vísir/Ernir
Gauti Einarsson er alveg að verða níu ára.  Á virkum dögum fer hann í skólann og eftir skóla les hann og leikur sér við vini sína og Kötlu systur. Stundum hangir hann líka í tölvunni. En á kvöldin?

Ég fer stundum út eftir kvöldmat en læri líka og horfi stundum á sjónvarpið. Mér finnst skemmtilegast að lesa sjálfur áður en ég fer að sofa.

Dreymir þig eitthvað? Já mjög oft! Mig dreymir eiginlega allt og yfirleitt eitthvað skemmtilegt. En eftir nokkra daga man ég aldrei hvað mig hefur dreymt svo það er erfitt að rifja upp skemmtilegasta drauminn.



Hvað finnst þér langskemmtilegast að gera? Spila á píanóið, spila körfubolta og spila á spil.

Hvort ertu meira fyrir bækur eða tölvur? Bækur því það er svo rosalega skemmtilegt að lesa. Uppáhalds bækurnar mínar eru Vippa sögurnar og Óvættafarirnar allar.

Eru einhver dýr í uppáhaldi hjá þér? Kanínur og fiðrildi því mig langar að eiga kanínu en ég á tvö fiðrildi.

Hefur þú lent í ævintýrum? Já! Þegar ég fór á Rauðasand með pabba. Þá bjuggum við til heitapott á ströndinni sem var samt ískaldur!

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða NBA körfuboltamaður og píanóleikari.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016






Fleiri fréttir

Sjá meira


×