Fótbolti

Lahm: Get ekki lofað að Müller verði áfram

Müller og Lahm á góðri stundu.
Müller og Lahm á góðri stundu. Vísir/Getty
Fyrirliði Bayern Munchen telur að ekki sé öruggt að Thomas Müller, leikmaður Bayern og þýska landsliðsins verði áfram. Müller hefur undanfarið verið orðaður við Manchester United sem er á höttunum eftir framherja.

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United gaf það út að framherjinn sem fenginn yrði til liðsins væri nafn sem ekki væri búið að tala mikið um í ensku pressunni. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að maðurinn sem Van Gaal væri að tala um væri Müller og upphæðin sem um ræddi væri 100 milljónir evra.

Eftir að hafa séð félaga sinn undanfarinn áratug í þýska landsliðinu og hjá Bayern, Bastian Schweinsteiger, yfirgefa félagið á dögunum útilokaði hann ekki að Müller gæti fylgt fyrrum félaga sínum til Englands.

„Ég er ekki á förum en ég get ekkert sagt til um liðsfélaga mína. Það er ekki mín ákvörðun og því get ég ekki lofað að Müller verði áfram. Hlutirnir gerast hratt í þessum bransa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×