Innlent

Læknir á Landspítalanum skoðaði sjúkraskýrslu fyrrverandi eiginkonu eftir skilnað 

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Heilbrigðisstarfsmaðurinn á myndinni tengist fréttinni ekki.
Heilbrigðisstarfsmaðurinn á myndinni tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm
Læknir á Landspítalanum skoðaði í fjórgang sjúkraskýrslur fyrrverandi eiginkonu sinnar eftir skilnað þeirra. Að sögn eiginkonunnar hafði hún ítrekað tekið fram að hann mætti ekki skoða skýrslurnar.

Konan kvartaði til Persónuverndar sem tók málið til skoðunar. Í svari spítalans kemur fram að talið sé að ein uppflettingin hafi verið óheimil en hinar hafi átt sér eðlilegar skýringar. Í þrígang hafi umræddur læknir opnað skýrslurnar að beiðni konunnar en í eitt sinn af því að hann hafði áhyggjur af henni.

Konan segir hins vegar skilnaðinn hafa verið erfiðan og að maðurinn ætli að nota upplýsingarnar í annarlegum tilgangi. Læknirinn hlaut áminningu fyrir brot í starfi.

Persónuvernd hefur beint þeim tilmælum til Landspítalans að senda stofnuninni drög að verklagsreglum í tengslum við sjúkraskráraðgang spítalans þegar til meðferðar eru sjúklingar sem eru eða hafa verið nánir aðstandendur starfsmanns.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×