Innlent

Læknakandídatar setja stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar

Gissur Sigurðsson skrifar
Læknakandídatar hafa nú sent frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu.
Læknakandídatar hafa nú sent frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu. visir/gva
Læknakandídatar, 62 að tölu, sendu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra undirritaða yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir segja að þeir muni ekki ráða sig í stöður almennra lækna við heilbrigðisstofnanir á Íslandi fyrr en viðunandi leiðrétting hafi orðið á launum lækna.

Þessi ákvörðun kandídatanna nær til ráðninga hjá Landsspítalanum, sjúkrahúsinu á Akureyri allra heilbrigðisstofnana í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×