Lífið

Kyrkislanga og hlébarði tókust á

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slangan er hér afmörkuð með rauðum hring.
Slangan er hér afmörkuð með rauðum hring. skjáskot
National Geograhpic birti á dögunum magnað myndband þar sem sjá má hlébarða og kyrkislöngu takast á.

Myndbandið er tekið í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku en það má sjá hér að neðan.

Kyrkislangan er af tegundinni Python sebae sem er stærsta slöngutegund Afríku og getur náð allt að 6 metra lengd. Hún er ekki eitruð en bætir upp fyrir það með stærðinni en til eru dæmi þess að slangan hafi gleypt antílópur, apa og jafnvel krókódíla.

Slag slöngunnar og hlébarðans virðist ljúka með blóðugu jafntefli. Sem fyrr segir má sjá rimmuna hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×