Lífið

Kynferðisleg áreitni í krosssaumi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Listakonan Elana Adler er búin að afhjúpa ný listaverk en línuna í heild sinni kallar hún You Are My Duchess.

Elana er búin að sauma út ýmsar setningar sem hafa verið kallaðar á eftir henni á förnum vegi og rammað krosssauminn inn. Má þar sjá setningar á borð við „Take care of that ass sweetheart“ eða Hugsaðu um rassinn þinn, elskan og „Why don't you talk to me, I'm not such a bad guy“ eða Af hverju talarðu ekki við mig? Ég er ekkert svo slæmur náungi.

Elana segir sjálf á heimasíðu sinni að kvenlegt og fínlegt form krosssaumsins dragi áhorfandann að verkinu og feli upp að vissu marki lágkúrulegar athugasemdirnar.

„Maður les eitt verk. Og kannski skemmtir maður sér en er maður heldur áfram að lesa og sér línuna sem heildarmynd breytast viðbrögðin,“ segir hún og bætir við að verkin séu í raun fegrun á árás. 

„Hugsanlega eiga þessar setningar að vera hrós þegar þær eru sagðar en flest okkar taka óhefluðum og kynferðislegum setningum sem er hvíslað eða öskrað á okkur af ókunnugum ekki sem hrósi. Þær eru frekar árás á okkar persónulega rými,“ segir listakonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×