Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa fleiri íbúðir og gistiheimili boðið upp á gistingu án þess að hafa fyrir þeirri starfsemi leyfi. Rúmlega 80 prósent þeirra íbúða sem starfsmenn lögreglu og ríkisskattstjóra heimsóttu í gær skorti leyfi. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt verður við íslenskan tengilið Airbnb á Íslandi.

Þá verður fjallaðu um stöðuna í Tyrklandi en Tyrkneska þjóðþingið samþykkti formlega að lýsa yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu og er tyrkneska líran í sögulegri lægð gagnvart dollar vegna óvissunnar sem er fram undan í tyrknesku stjórnmála- og efnahagslífi.

Dæmi eru um að verslanir í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ferðamenn eru stór hluti viðskiptavina, hækki vöruverð sérstaklega um helgar. Í fréttatímanum verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar sem hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hlutir sem þessir hafa á orðspor Íslands sem ferðamannalands.

Jafnframt verður farið yfir stöðu mála hjá Pírötum en rúmlega níutíu manns hafa lýst yfir framboði í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og suðvesturkjördæmi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×