Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mikil ólga er innan Framsóknarflokks eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra lýsti yfir framboði til formanns. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu í fréttatímanum vegna málsins.

Þá verður fjallað um þá ákvörðun Fangelsismálastofnunar að afturkalla reynslulausn fanga á Kvíabryggju vegna þess að Reykjavíkurborg hafði ekki tryggt honum félagslegt húsnæði. Maðurinn átti að ljúka afplánun í síðasta mánuði en er enn vistaður á Kvíabryggju.

Einnig verðu greint frá kosningaundirbúningi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og rýmingarsölu Hjálpræðishersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×