Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Taktlaust og jafnvel siðlaust. Þetta segir forsætisráðherra um kaupaukagreiðslur félaga sem halda utan um eignir föllnu fjármálafyrirtækjanna. Rætt verður við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann boðar aðgerðir gegn félögunum. Í kvöldfréttum greinum við einnig frá því að meirihluti er fyrir því á Alþingi að fara með framtíðar staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá greinum við einnig frá því að töluvert er um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslandsþar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.

Þorsteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, mætir í settið hjá Sindra Sindrasyni. Fyrirtækið hefur hætt rekstri á Íslandi og sagði upp öllum starfsmönnum sínum í dag.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi og á Facebook-síðu Vísis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×