Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ef það á að taka RÚV af auglýsingamarkaði þarf að svara því hvernig á að efla stofnunina á móti. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hann segist opinn fyrir því að stofnunin fari af auglýsingamarkaði en RÚV aflar sér á ári hverju 1,7-2 milljörðum króna í auglýsingatekjur á móti þeim rúmlega þremur milljörðum króna sem RÚV fær í beinum fjárframlögum frá ríkissjóði. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum fjöllum við líka um peningastefnuna og vaxtastigið en sérfræðingur í peningastefnunefnd Seðlabankans segir að nágrannalöndin myndu fagna því að búa við viðlíka hagvöxt og vaxtastig og hér á landi. Við fjöllum jafnframt um stöðu tryggingafélagsins VÍS en engin kona stýrir félagi sem skráð er í Kauphöll Íslands eftir að Sigrún Ragna Ólafsdóttir lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Þá fjöllum við um mögulegt Kötlugos en snörp hrina jarðskjálfta í Kötlu um síðustu nótt þarf ekki endilega að vera vísbending um gos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×