Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um forsetahjónin Dorrit Moussaieff og Ólaf Ragnar Grímsson en þau eru skráð í Þjóðskrá Íslands eins og þau hafi slitið samvistum. Þá verður fjallað ítarlega um óumflýjanlega útnefningu Donalds Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar í nóvember.

Heimir Már Pétursson fréttamaður fjallar um mögulega útgöngu Breta úr ESB en það gerir frá Lundúnum og ræðir meðal annars við Adam Boulton, stjórnmálaskýranda Sky News. Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um leigubílaþjónustuna Uber en segja má að Píratar hafi lagst gegn starfsemi Uber á Íslandi þegar tillaga um breytingar á akstri leigubifreiða var felld í stefnumótunarkerfi þeirra.

Þá verður rætt við konu sem sneri lífi sínu við og sagði skilið við lífið á götunni og útskrifast brátt sem viðurkenndir bókari - hún segir námið hafa bjargað lífi sínu.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni dagskrá á fréttavefnum Vísi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×