Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt aðstoðarseðlabankastjóra um niðurstöður síðasta aflandskrónuútboðs bankans. Hann vonaðist eftir betri þátttöku.

Þá verður einnig rætt við Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis, en ekki er gert ráð fyrir því í hönnunarsamkeppni um nýja skrifstofubyggingu Alþingis að húsið verði hannað út frá gömlum teikningum Guðjóns Samúelssonar.

Þá verðum við í beinni frá Egilshöll þar sem nýjasta stórmynd Steven Spielberg verður frumsýnd og ræðum við Ólaf Darra Ólafsson sem fer með hlutverk í myndinni.

Einnig verður fjallað um hunda sem drepið hafa þrettán lömb við Eyrarbakka en lögreglan á Selfossi leitar nú að hundunum. Þá kynnum við okkur þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir íslensku landsliðstreyjunni en hátt í þrjátíu þúsund treyjur hafa selst á síðustu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×