Íslenski boltinn

KV sló Fram úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
32-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í kvöld með fimm leikjum en helst bar til tíðinda að 1. deildarlið Fram er úr leik eftir tap gegn KV, 2-1.

KV leikur í 2. deildinni eftir að liðið féll úr 1. deildinni í haust. Fram, sem hefur orðið átta sinnum bikarmeistari, féll úr Pepsi-deildinni í haust en liðið vann síðast bikarinn árið 2013.

Davíð Steinn Sigurðarson kom KV yfir á 46. mínútu en Orri Gunnarsson jafnaði metin stuttu síðar. Brynjar Orri Bjarnason tryggði svo KV sigur tíu mínútum fyrir leikslok.

Grindavík komst í 4-0 forystu gegn Völsungi á útivelli í fyrri hálfleik. Húsvíkingar skoruðu hins vegar þrjú mörk í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki. Lokatölur því 4-3 fyrir Grindavík.

KA vann Álftanes, 4-0, og Þróttur hafði betur gegn BÍ/Bolungarvík, 4-1, þar sem Viktor Jónsson skoraði þrennu. Þá hafði Afturelding betur gegn Vatnaliljunum, 3-0 og Fjarðabyggð vann Kára, 4-0.

Níu leikir fara fram í bikarnum á morgun og einn á fimmtudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×