Innlent

Kusu nýja stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýja stjórnin.
Nýja stjórnin.
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar kaus í gær sjö konur af öllu landinu í stjórn hreyfingarinnar í gær. Ársfundur var haldinn í gær eftir Flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.

Steinunn Ýr Einarsdóttir var kjörinn formaður og með henni í stjórn voru kjörnar þær Sigrún Skaftadóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Erla Björg Guðmundsdóttir, Jenný Heiða Zalenwski og Silja Jóhannesdóttir.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að á fundi hreyfingarinnar hafi mál kvenna sem eru á flótta verið í brennidepli sem og málefni fatlaðra kvenna. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur veriðo sjálfboðaliði meðal flóttafólks í Evrópu hélt erindi og einnig Inga Björk Bjarnadóttir um hvernig væri að vera fatlaður femínisti í stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Jákvæðari andi í Alþingishúsinu

Katrín Júlíusdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir hverfa af þingi eftir mánuð. Þær segja frá eftirminnilegustu atburðunum á ferlinum og ræða um lífið eftir að þingstörfum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×