Lífið

Krossinn á Loft 2014

Baldvin Þormóðsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Kasper Björke kemur fram á Loftinu í kvöld.
Tónlistarmaðurinn Kasper Björke kemur fram á Loftinu í kvöld. mynd/einkasafn
Það eru allir velkomnir á meðan rými leyfir, segir Jón Atli Helgason, hárgreiðslumaður og plötusnúður en hann býður til heilagrar veislu á Loftinu á Austurstræti í kvöld klukkan 23:00.

Ásamt Jóni Atla, betur þekktur sem plötusnúðurinn Sexy Lazer, kemur að skipulagningunni hún Dóra Dúna, veitingahúsaeigandi í Kaupmannahöfn.

Einn fremsti raf producer og DJ Danaveldis Hr. Kasper Björki heiðrar okkur með komu sinni ásamt konu sinni DJ EIF, segir Jón Atli en DJ EIF hefur áður spilað á Íslandi þegar hún kom fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni árið 2011.

Kvöldið er hluti af þriggja partý-seríu á Loftinu, segir Jón Atli en fyrsta partýið var áramótafögnuðurinn Rakettan á Loft. Síðan verður þriðja og seinasta í sumar.

Plötusnúðar kvöldsins eru svo sannarlega ekki af verri endanum en Kasper Björke er að klára sína fjórðu sólóplötu sem kemur út seinna í ár.

Fyrsta smáskífan af plötunni kemur síðan í maí þannig að þetta er eiginlega pre-útgáfupartí hjá honum, segir Jón Atli sem mun sjálfur stíga á stokk undir nafninu Sexy Lazer.

Óhætt er að segja að mikið fjör verði á Loftinu í kvöld en fögnuðurinn hefst klukkan 23:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×