Lífið

Kría Brekkan á Húrra í kvöld

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kría Brekkan
Kría Brekkan Vísir/getty
Kría Brekkan kemur fram á Húrra í kvöld ásamt Áka Ásgeirssyni og Gnúpverjunum í Panos from Komodo.

„Tónleikarnir eru á Óðinsdag og Áki Ásgeirs verður með og kyndir undir performansinum mínum og bruggar einhvers konar minnisseið,“ segir Kristín Anna sem kemur fram undir listamannsnafninu Kría Brekkan.

Hún spilaði lengi með hljómsveitinni Múm og tók þátt verkinu Visitor eftir Ragnar Kjartansson.

Hún mun flytja efni sem hún hefur samið á síðastliðnum tíu árum og vinnur nú að því að taka upp.

Kvöldinu lokar svo sveitin Panos from Komodo.

Tónleikarnir hefjast klukkan níu á skemmtistaðnum Húrra og er miðaverð 1.000-2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×