Íslenski boltinn

KR í úrslit Fótbolta.net mótsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Örn Hauksson kom KR í 2-3 á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Óskar Örn Hauksson kom KR í 2-3 á lokamínútu fyrri hálfleiks. vísir/andri marinó
KR er komið í úrslit í Fótbolta.net mótinu eftir 2-4 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í dag.

Fyrir leikinn voru bæði lið með sex stig í riðli 1 og þetta var því hreinn úrslitaleikur um toppsætið í honum. Það kemur í ljós síðar í dag hvort KR mætir ÍBV eða Stjörnunni í úrslitaleik mótsins.

Garðar Gunnlaugsson, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Finnlandi á dögunum, kom ÍA yfir á 5. mínútu en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á þeirri 23.

Þremur mínútum síðar kom Almarr Ormarsson KR í 1-2 en Jón Vilhelm Ákason jafnaði fyrir Skagamenn á 40. mínútu.

Markaveislunni í fyrri hálfleik var ekki lokið því Óskar Örn Hauksson kom KR í 2-3 á 45. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason í uppbótartíma.

Skagamenn léku einum færri síðustu 19 mínútur leiksins eftir að Hafþóri Péturssyni var vikið af velli á 71. mínútu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×