Fótbolti

Kósóvó orðið hluti af UEFA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Knattspyrnusamband Kósóvó var tekið inn í Evrópufjölskylduna í dag en það varð hluti af evrópska knattspyrnusambandinu eftir kosningu á þingi UEFA í Búdapest í dag.

Greinilega voru ekki allir sem fengu að kjósa sammála um að taka Kósóvó inn því það varð hluti af UEFA með litlum minnihluta eða 28 atkvæðum gegn 24. Tvö atkvæði voru úrskurðuð ógild.

Kósóvó gæti nú fengið flýtimeðferð hjá UEFA og fengið að taka þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018 en hún hefst í haust.

Kósóvó er búið að vera í umsóknarferli sem sjálfstæð þjóð síðan hún sleit sig frá Serbíu árið 2008. UEFA hefur alltaf stutt þessa tæplega tveggja milljóna manna þjóð þrátt fyrir lítinn áhuga FIFA.

FIFA mun samt eiga lokaorðið því FIFA verður að samþyggja Kósóvó áður en það getur tekið þátt í undankeppni HM. FIFA tekur ákvörðun um það á fundi framkvæmdastjórnar sambandsins í Mexíkó á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×