Lífið

Kortlagði Ítalíu í fæðingarorlofinu

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Kjartan er með ítalska menningu og matargerð á kristaltæru en ætlar að bæta ítölskukunnáttuna.
Kjartan er með ítalska menningu og matargerð á kristaltæru en ætlar að bæta ítölskukunnáttuna. fréttablaðið/arnþór
„Ég fór bara að skrifa um hvert hérað þegar ég fór í fæðingarorlofið en vissi í raun og veru ekkert hvað ég ætlaði að gera við þetta. Ég ákvað svo að stofna heimasíðu til að halda utan um öll þessi skrif,“ segir fyrrverandi knattspyrnukappinn Kjartan Sturluson, sem nýverið stofnaði vefsíðuna Miniitalia.is en þar fjallar hann um Ítalíu í allri sinni mynd.

Kjartan hefur haft einlægan áhuga á Ítalíu allt frá átta ára aldri þegar hann ferðaðist um landið með fjölskyldunni.

„Ég fór svo sem skiptinemi frá Háskóla Íslands í skóla í Mílanó og síðar í mastersnám við sama skóla. Þegar maður býr í landinu dettur maður inn í ítölsku lifnaðarhættina. Svo er maturinn og vínið auðvitað æðislegt.“

Kjartan Sturluson í leik með Val.Mynd/Vilhelm
Eftir að mastersnáminu lauk fór Kjartan aftur heim til Íslands en bróðir hans flutti inn í íbúðina úti. „Þegar keppnistímabilinu hér heima lauk á haustin þá dreif ég mig alltaf aftur út og var þar alltaf lengi í senn,“ segir Kjartan, en hann stóð lengi vel á milli stanganna hjá Fylki og Val, ásamt því að leika með íslenska landsliðinu.

Kjartan talar þó litla ítölsku þrátt fyrir langa dvöl ytra. 

„Ég var orðinn ágætur á sínum tíma en er búinn að týna þessu. Það er hálf glatað því ég er með allt annað varðandi Ítalíu á hreinu. Ég verð eiginlega að kippa þessu í liðinn,“ segir Kjartan og hlær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×