Innlent

Kópavogur fær Erasmus-styrk

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Styrkurinn verður nýttur í kynnisferð til Danmerkur.
Styrkurinn verður nýttur í kynnisferð til Danmerkur. Mynd/Klettaskóli
Menntamálaverkefni Evrópusambandsins Erasmus+ hefur veitt Kópavogsbæ styrk upp á fimm milljónir króna til að innleiða spjaldtölvur í skólastarfi bæjarins.

Styrkurinn verður nýttur til kynnisferðar til Odder í Danmörku þar sem spjaldtölvur hafa verið nýttar í skólastarfi um árabil. Með ferðinni er markmiðið að starfsmenn bæjarins geti sótt sér þekkingu sem nýst gæti við innleiðingu spjaldtölva í skólastarfi í Kópavogi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×