Lífið

Konur eru stórhættulegar

Ari Bragi Kárason, tónlistarmaður.
Ari Bragi Kárason, tónlistarmaður. Arnold Björnsson
Ari Bragi Kárason tónlistarmaður, bæjarlistamaður Seltjarnarness og landsliðsmaður í spretthlaupi svarar tíu spurningum fyrir Lífið. 

1. Þegar ég var ungur langaði mig aldrei að verða tónlistarmaður, miklu frekar gullsmiður.

2.En núna er ég tónlistarmaður og langar eiginlega ekkert að vera gullsmiður.

3.Ég mun eflaust aldrei skilja fólk sem nennir að vera pirrað og neikvætt því það græðir ekkert á því.

4.Ég hef ekki sérstakan áhuga á fótbolta, sudoku, cupcakes og U2.

5.Konur eru stórhættulegar.

6.Ég hef lært að maður á alls ekki að eyða peningum sem maður á ekki.

7.Ég fæ samviskubit þegar ég eyði ekki tíma með fjölskyldunni minni.

8.Ég slekk á sjónvarpinu þegar  ég fæ mér sjónvarp því þá fyrst get ég slökkt á því.

9.Um þessar mundir er ég mjög upptekinn af því að spila á trompetinn, æfa spretthlaup og hafa gaman.

10.Ég vildi óska þess að fleiri vissu af því hvað það er mikilvægt að hjálpa öðrum því við erum öll í þessu lífi saman og við eigum að hjálpast að því lífið getur oft verið erfitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×