Innlent

Komu hingað til lands vegna líflátshótana

mynd/ap
Þrjátíu og átta ára gamall maður og tuttugu og þriggja ára gömul kona, bæði frá Írak, voru dæmd í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Parið framvísaði fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins í ágúst síðastliðnum en þau hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan. Þau hafa sótt um hæli hér á landi en maðurinn sagði fyrir dómi að þau hafi komið hingað til lands vegna þess að honum hefur borist líflátshótanir frá fjölskyldu konunnar. Hún sé ekki sátt að þau séu saman, þar sem hann er múslimi og hún annara trúar.

Eftir að fangelsisvistinni lýkur fer mál þeirra inn á borð Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um það hvort þeim verði vísað úr landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×