Innlent

Komdu í veg fyrir að aðrir viti að þú hafir séð skilaboðin þeirra

Bjarki Ármannsson skrifar
Til eru einfaldar leiðir til að svindla á 'seen'-virkninni á Facebook.
Til eru einfaldar leiðir til að svindla á 'seen'-virkninni á Facebook. Vísir/Getty
Samræður milli vina á Facebook hafa breyst svo um munar með tilkomu 'seen'-virkninnar. Sú sér til þess að notendur sjá alltaf um leið hvenær hinn samræðuaðilinn hefur séð nýjustu skilaboðin frá manni.

Ekki eru allir alltaf ánægðir með þessa viðbót. Virkir Facebook-notendur þekkja ónotatilfinninguna sem fylgir því að sjá að vinur manns hefur séð orðsendingu manns en ekki komið sér í að svara henni.

Unread leysir vandann fyrir snjallsímanotendur.
Jafnframt langar mann stundum til þess að láta eins og maður hafi ekki séð skilaboð frá einhverjum tilteknum aðila, en 'seen'-virknin kemur í veg fyrir að maður geti stundað slíkan blekkingarleik.

Það eru þó til leiðir til að svindla á kerfinu og vakin er athygli á tveimur slíkum á vef breska blaðsins The Independent. Þeir sem vilja ekki að aðrir notendur viti um leið að maður hafi séð skilaboð þeirra hafa um tvennt að velja: Annars vegar viðbótina Facebook Unseen eða þá Unread.

Báðar viðbæturnar leysa vandann með því að fjarlæga einfaldlega þann hluta tölvukóðans sem sér um að merkja skilaboð frá vinum með 'seen.' Facebook Unseen-viðbótin virkar í netvafranum Chrome en Unread-viðbótin er fyrir snjallsíma. Gallinn á þeirri síðarnefndu er þó að ekki er hægt að senda skilaboð með henni, aðeins skoða þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×