Tónlist

Koma fram á hinum furðulegustu stöðum

Jóhanna Vala og Sigríður Eir
Jóhanna Vala og Sigríður Eir Úr einkasafni
Þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, meðlimir Hljómsveitarinnar Evu halda „pop-up“ tónleika á hinum ófyrirsjáanlegustu stöðum í hverri viku þar til fyrsta breiðskífa þeirra, sem þær vinna nú óða önn að, er að fullu fjármögnuð.

Hingað til hafa þær stöllur meðal annars komið fram á svölum í vesturbænum, á hringtorgi við Háskóla Íslands og í einu horni í tónlistarhúsinu Hörpu, við mikinn fögnuð viðstaddra - þó fáir séu.

Hljómsveitin Eva situr ekki auðum höndum á milli tónleikanna, en þær Sigríður og Jóhanna Vala fara með lítil hlutverk í sýningunni Gullna hliðinu í Borgarleikhúsinu, og sjá þar um tónlistarflutning.

Tillögur að fleiri stöðum þar sem þær geta haldið tónleika má koma á framfæri í gegnum Facebooksíðu hljómsveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×