Innlent

Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Niels Jacob lýsir kvöldinu fyrir hvarf Birnu sem rólegu kvöldi þar sem horft hafi verið á sjónvarpið.
Niels Jacob lýsir kvöldinu fyrir hvarf Birnu sem rólegu kvöldi þar sem horft hafi verið á sjónvarpið. Vísir/skjáskot
Niels Jacob Heinens, kokkur á Polar Nanoq, ræddi í viðtali við færeyska ríkissjónvarpið um þá örlagaríku nótt þegar Polar Nanoq var snúið aftur til hafnar eftir Birna Brjánsdóttir hvarf. DV greinir frá.

Niels Jacob segir að hann hafi þekkt til eins þeirra sem var lengi vel í haldi vegna málsins og unnið með honum í fimm til sex ár. Niels lýsir honum sem hjálpsömum manni og vel liðnum en maðurinn sem um ræðir var sleppt úr haldi síðastliðinn fimmtudag og hélt samdægurs til Grænlands.

Niels Jacob lýsir kvöldinu fyrir hvarf Birnu sem rólegu kvöldi þar sem horft hafi verið á sjónvarpið. Hann hafi síðan vaknað kl hálf átta og hafið vinnudaginn. Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða þegar ákveðið var að sigla aftur til Hafnarfjarðar. Þeir hafi ekki upplifað þetta sem alvarlegt að svo stöddu. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. Þegar það var ljóst hafi hann grátið og að upplifunin hafi verið afar óþægileg.

Hægt er að sjá viðtalið í fullri lengd inn á vefsíðu Kringvarpsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×