Fótbolti

Kluivert yngri mættur til Rómar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Floginn úr hreiðrinu
Floginn úr hreiðrinu vísir/getty
Ítalska úrvalsdeildarliðið Roma hefur gengið frá kaupum á hollenska kantmanninum. Justin Kluivert sem kemur til ítalska liðsins frá Ajax.

Kluivert á ekki langt að sækja hæfileikana líkt og nafnið gefur til kynna en karl faðir hans er enginn annar en Patrick Kluivert sem átti farsælan feril með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Newcastle. Þá var hann um tíma markahæsti leikmaður Hollands þar til að Klaas Jan-Huntelaar og Robin van Persie fóru upp fyrir hann.

Justin þykir afar efnilegur og hefur þegar leikið sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall. Hann gerir fimm ára samning við AS Roma en félagið festi einnig kaup á markverðinum Antonio Mirante í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×