Fótbolti

Klopp náði að pirra Bayern München

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp er orðaður við störf í ensku úrvalsdeildinni.
Jürgen Klopp er orðaður við störf í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Christoph Metzelder, fyrrverandi miðvörður Dortmund og þýska landsliðsins, telur að Jürgen Klopp, fráfarandi þjálfari liðsins, hafi pirrað Bayern München mikið á síðustu árum.

Klopp varð Þýskalandsmeistari árið 2011 og 2012 og fylgdi því eftir með að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013. Þar tapaði það fyrir Bayern.

Hann gaf það út í gær að hann yfirgefur Dortmund í lok leiktíðar, en Dortmund er í tíunda sæti þýsku deildarinnar. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði þar á bæ.

„Klopp gjörbreytti deildinni með sinni aðferðafræði og það fór í taugarnar á Bayern,“ segir Metzelder í viðtali við knattspyrnuvefinn Goal.com.

„Dortmund náði alvöru árangri og vegna þess missti liðið suma af sínum bestu leikmönnum. Robert Lewandowski var algjör lykilmaður. Það er ekki hægt að finna neinn í hans stað.“

„Einkennisorð Dortmund eru Ecthe Liebe eða sönn ást og Klopp lifir eftir því. Næstu vikur verða tilfinningaþrungnar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar hann kveður,“ segir Christoph Metzelder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×