Innlent

Kjörsókn meiri en í kosningunum árið 2012

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kjörsókn jókst á milli forsetakosninga.
Kjörsókn jókst á milli forsetakosninga. vísir/pjetur
Lokatölur úr öllum kjördæmum liggja fyrir en síðustu tölur úr Norðvesturkjördæmi skiluðu sér á níunda tímanum. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent.

Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent.

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent.

Allar upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×