Fótbolti

Kjartan Henry kom Horsens á bragðið gegn Silkeborg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kjartan Henry skoraði fyrir Horsens í seinasta heimaleik tímabilsins.
Kjartan Henry skoraði fyrir Horsens í seinasta heimaleik tímabilsins. Vísir/Getty
Horsens fékk skell í seinasta heimaleik liðsins á þessu tímabili 1-3 gegn Silkeborg þrátt fyrir að Kjartan Henry Finnbogason hafi komið Horsens yfir strax á sjöundu mínútu leiksins.

Kjartan sem stefnir ótrauður á markakóngstitilinn í 1. deildinni í Danmörku kom Horsens yfir á 7. mínútu í dag með átjánda marki sínu á tímabilinu.

Leikmenn Silkeborg sem þurftu þrjú stig til að gulltryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili voru hinsvegar fljótir að svara.

Tuttugu mínútum síðar var Silkeborg búið að svara með tveimur mörkum og bættu þeir við þriðja marki sínu í leiknum á 57. mínútu.

Horsens tókst aldrei að ógna því forskoti og lauk leiknum því með 3-1 sigri Silkeborg sem lyfti sér upp fyrir Horsens eftir sigurinn þegar ein umferð er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×