Innlent

Kjarasamningar við framhaldsskólakennara samþykktir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Nú hefst vinna við þetta nýja vinnumat,“ segir Ólafur. En endurskipuleggja á fyrirkomulag kennslu í framhaldsskólum miðað við það sem hefur verið undanfarin ár og áratugi.
„Nú hefst vinna við þetta nýja vinnumat,“ segir Ólafur. En endurskipuleggja á fyrirkomulag kennslu í framhaldsskólum miðað við það sem hefur verið undanfarin ár og áratugi.
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum samþykktu nýgerða kjarasamninga við ríkið, Tækniskólann og Menntaskóla Borgarfjarðar. Atkvæðagreiðslunni lauk á hádegi í dag.

Kjarasamningurinn var undirritaður 4. apríl síðastliðinn og var verkfalli framhaldsskólakennara frestað í kjölfarið.

Rétt tæp 89 prósent þeirra félagsmanna sem semja við ríkið og greiddu atkvæði sögðu já.  87,5 prósent þeirra sem eiga aðild að samningum við Tækniskólann og greiddu atkvæði sögðu já. Allir sem eiga aðild að samningnum við Menntaskóla Borgarfjarðar og greiddu atkvæði sögðu já.

Ánægja er hjá formanni félags stjórnenda í framhaldsskólum með þátttöku í atkvæðagreiðslunni og niðurstöðuna.

„Þetta er ánægjuleg niðurstaða og félagsmenn eru greinilega sáttir við þennan kjarasamning,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum.

„Nú hefst vinna við þetta nýja vinnumat,“ segir Ólafur. En endurskipuleggja á fyrirkomulag kennslu í framhaldsskólum miðað við það sem hefur verið undanfarin ár og áratugi.

„Stór hluti kjarasamninganna snérist um þetta vinnumat. Unnið verður að því næstu mánuði og kennara geta svo tekið afstöðu til þess í atkvæðagreiðslu um vinnumatið í lok febrúar á næsta ári.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×