Innlent

Kjarabætur eldri borgara teknar til baka með hækkunum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 20 prósent og komugjöld til sérfræðinga hækkuðu um 19 prósent.
Komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 20 prósent og komugjöld til sérfræðinga hækkuðu um 19 prósent. VÍSIR/GVA/DANÍEL
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík skorar á Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að afturkalla hækkanir á komugjöldum í heilbrigðisþjónustu. Jafnframt skorar nefndin á ráðherra að afturkalla hækkanir á ýmsum stoð- og hjálpartækjum.  Hækkanirnar tóku gildi síðustu áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni.

Með þessum hækkunum telur nefndin að ríkisstjórnin sé að taka að mestu til baka þær kjarabætur sem hún hafði áður veitt öldruðum og öryrkjum.

Komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 20 prósent og komugjöld til sérfræðinga hækkuðu um 19 prósent.

Stoð- og hjálpartækin séu nauðsynleg fyrir öryrkja og aldraða til að geta dvalið heima hjá sér í stað þess að fara á hjúkrunarheimili.

Í tilkynningunni segir að svo mikið hafi verið dregið úr niðurgreiðslu á stoð- og hjálpartækjum að verð á þeim hafi stórhækkað.

Kostnaður sjúkling af hjálpartæki vegna kæfisvefns hefur hækkað um 77 prósent.

Einnig þurfi þeir sjúklingar sem þurfa á bleyjum að halda að greiða 4 til 5 þúsund á mánuði fyrir þær. Áður voru þær ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×