Lífið

KEXReið haldin í fjórða sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf góð stemning á KEXReið.
Alltaf góð stemning á KEXReið.
KexReið 2016 er hjólreiðakeppni Kex Hostel og Kria Cycles. Keppnin verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 4. júní næstkomandi.

KexReið fer fram í Skuggahverfinu um braut sem liggur um Skúlagötu og Hverfisgötu. Hjólað verður niður Hverfisgötu, Klapparstíg, Skúlagötu og Barónsstíg. Keppendur verða ræstir út kl. 17:00 við almenningsgarð Kex Hostel sem í daglegu tali er kallaður Vitagarður. Hringurinn er í ár er 1.45 kílómetri sem er örlítið styttri en undanfarin ár og er það vegna framkvæmda á Hverfisgötu.

Hámarksfjöldi keppenda í KexReiðinni í ár eru eitthundrað. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Hjólamóts og er þáttökugjald 4000 kr. Skráningu í keppnina lýkur 4. júní klukkan 14:00. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna- og karlaflokki.

Til að tryggja öryggi keppenda sem og annarra vegfarenda á keppnissvæði verð götulokanir og öryggisgæsla allan keppnishringinn.  Öryggisgæslan verður í áberandi klæðnaði og ætti ekki að fara fram hjá neinum.

Keppnin er áhorfendavæn og er fólk hvatt til að mæta og hvetja keppendur. Eftir keppni mun plötusnúður þeyta skífum í portinu bakvið KEX Hostel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×