Lífið

Kettlingurinn Simbi sat fastur í ruslageymslu í heila viku

Bjarki Ármannsson skrifar
Simbi litli fær fyrstu máltíðina sína í viku.
Simbi litli fær fyrstu máltíðina sína í viku.
Um það bil fjögurra mánaða kettlingur sem fannst í ruslageymslu í Kópavogi í gærkvöldi var sóttur í Kattholt nú í dag af eiganda sínum. Hann var búinn að sitja fastur í geymslunni í viku.

Þetta kemur fram í frétt á Facebook-síðu Kattholts. Kettlingurinn var skiljanlega orðinn ansi horaður þegar honum var komið í umsjá Kattholts en þar fékk hann langþráða máltíð, sem sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Hann var ómerktur þegar hann fannst en nú er komið í ljós að hann ber nafnið Simbi, líkt og söguhetjan í teiknimyndinni Konungur ljónanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×