Innlent

Karlmenn þurfa líka að gera grindarbotnsæfingar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara.
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. VÍSIR/GVA/getty
Dagur sjúkraþjálfunar er á föstudaginn og verður haldið upp á hann með ráðstefnu Félags sjúkraþjálfara í Hörpu.

Á ráðstefnunni mun Guðmundur Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari fjalla um þrek og heilsu eftir krabbameinsgreiningu og mikilvægi þess fyrir karla að hafa stjórn á „öllu þarna niðri“ eins og segir í tilkynningu frá félagið sjúkraþjálfara.

Önnur umfjöllunarefni verða m.a. „Vísindalegar og tæknilegar framfarir í jafnvægisþjálfun“, sem Dr Susan Whitney, prófessor við Háskólann í Pittsburg flytur, glænýjar rannsóknarniðurstöður um starfræn einkenni verða kynntar, málstofa verður um lífstílssjúkdóma og rætt verður um hlutverk sjúkraþjálfara á íþróttakappleikjum.

75 ár eru frá stofnun fyrsta félags sjúkraþjálfara á Íslandi. Sérstakur heiðursgestur ráðstefnunnar er af því tilefni Dr Emma Stokes, varaforseti og tilvonandi forseti heimssamband sjúkraþjálfara.

Dagur sjúkraþjálfunar hefur verið árlegur viðburður hjá sjúkraþjálfurum síðastliðin ár og sækir hann stærsti hluti stéttarinnar ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×